Milljarða virðisaukaskattgreiðslur til skoðunar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 22. október 2011 18:30 Milljarða virðisaukaskattgreiðslur eru nú til skoðunar eftir dóm Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar. Ríkisskattstjóri segir málið flókið og dóm Hæstaréttar eiga eftir að hafa margbrotnar afleiðingar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli kraftvélaleigunnar að svokallaðir fjármögnunarleigusamningar Íslandsbanka væru í raun lánssamningar. Það er, sú fjármögnunarleið sem álitin var leiga reyndist í raun, í skilningi réttarins, vera lán. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það verið álitamál hvort rétt hafi verið staðið að sköttun þessara samninga innan einhverra fjármögnunarfyrirtækja, vegna þess að fjármögnunarleigan var virðisaukaskattskyld. Til dæmis ef vörubílstjóri fékk eina milljón króna með fjármögnunarleigusamningi við Íslandsbanka innheimti bankinn um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund í virðisaukaskatt sem bankinn greiddi svo ríkinu. Og flest fyrirtæki sóttu svo um endurgreiðslu á skattinum frá ríkinu. Nú er hins vegar spurning hvernig tekið verður á þessu því niðurstaða Hæstaréttar leiddi í ljós að fjármögnunarleigan sem var virðisaukaskattskyld var í raun ekki fjármögnunarleiga. Óvíst er hvort að skattgreiðsluferlinu verði snúið við og skatturinn endurgreiddur eða hvort gripið verði til einhverra annarra ráða. Skattgreiðslurnar hlaupa á milljörðum króna en alls voru fjórtán þúsund erlendir fjármögnunarleigusamningar gerðir. Fjármögnunarfyrirtækin hafa hins vegar ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hvernig fara eigi með samningana eftir dóm Hæstaréttar. Það sem hins vegar gæti flækt málið enn frekar er að mörg þessara fyrirtækja eru nú gjaldþrota. Í samtali við fréttastofu segist Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, hafa fundað um málið áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Málið sé nú í vandlegri skoðun. Dómurinn hafi hins vegar margbrotnar og flóknar afleiðingar fyrir fjölmarga aðila. Það muni taka nokkrar vikur að fara yfir málið og reyna að finna á því lausn. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Milljarða virðisaukaskattgreiðslur eru nú til skoðunar eftir dóm Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar. Ríkisskattstjóri segir málið flókið og dóm Hæstaréttar eiga eftir að hafa margbrotnar afleiðingar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli kraftvélaleigunnar að svokallaðir fjármögnunarleigusamningar Íslandsbanka væru í raun lánssamningar. Það er, sú fjármögnunarleið sem álitin var leiga reyndist í raun, í skilningi réttarins, vera lán. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það verið álitamál hvort rétt hafi verið staðið að sköttun þessara samninga innan einhverra fjármögnunarfyrirtækja, vegna þess að fjármögnunarleigan var virðisaukaskattskyld. Til dæmis ef vörubílstjóri fékk eina milljón króna með fjármögnunarleigusamningi við Íslandsbanka innheimti bankinn um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund í virðisaukaskatt sem bankinn greiddi svo ríkinu. Og flest fyrirtæki sóttu svo um endurgreiðslu á skattinum frá ríkinu. Nú er hins vegar spurning hvernig tekið verður á þessu því niðurstaða Hæstaréttar leiddi í ljós að fjármögnunarleigan sem var virðisaukaskattskyld var í raun ekki fjármögnunarleiga. Óvíst er hvort að skattgreiðsluferlinu verði snúið við og skatturinn endurgreiddur eða hvort gripið verði til einhverra annarra ráða. Skattgreiðslurnar hlaupa á milljörðum króna en alls voru fjórtán þúsund erlendir fjármögnunarleigusamningar gerðir. Fjármögnunarfyrirtækin hafa hins vegar ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hvernig fara eigi með samningana eftir dóm Hæstaréttar. Það sem hins vegar gæti flækt málið enn frekar er að mörg þessara fyrirtækja eru nú gjaldþrota. Í samtali við fréttastofu segist Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, hafa fundað um málið áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Málið sé nú í vandlegri skoðun. Dómurinn hafi hins vegar margbrotnar og flóknar afleiðingar fyrir fjölmarga aðila. Það muni taka nokkrar vikur að fara yfir málið og reyna að finna á því lausn.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira