Milljarða virðisaukaskattgreiðslur til skoðunar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 22. október 2011 18:30 Milljarða virðisaukaskattgreiðslur eru nú til skoðunar eftir dóm Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar. Ríkisskattstjóri segir málið flókið og dóm Hæstaréttar eiga eftir að hafa margbrotnar afleiðingar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli kraftvélaleigunnar að svokallaðir fjármögnunarleigusamningar Íslandsbanka væru í raun lánssamningar. Það er, sú fjármögnunarleið sem álitin var leiga reyndist í raun, í skilningi réttarins, vera lán. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það verið álitamál hvort rétt hafi verið staðið að sköttun þessara samninga innan einhverra fjármögnunarfyrirtækja, vegna þess að fjármögnunarleigan var virðisaukaskattskyld. Til dæmis ef vörubílstjóri fékk eina milljón króna með fjármögnunarleigusamningi við Íslandsbanka innheimti bankinn um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund í virðisaukaskatt sem bankinn greiddi svo ríkinu. Og flest fyrirtæki sóttu svo um endurgreiðslu á skattinum frá ríkinu. Nú er hins vegar spurning hvernig tekið verður á þessu því niðurstaða Hæstaréttar leiddi í ljós að fjármögnunarleigan sem var virðisaukaskattskyld var í raun ekki fjármögnunarleiga. Óvíst er hvort að skattgreiðsluferlinu verði snúið við og skatturinn endurgreiddur eða hvort gripið verði til einhverra annarra ráða. Skattgreiðslurnar hlaupa á milljörðum króna en alls voru fjórtán þúsund erlendir fjármögnunarleigusamningar gerðir. Fjármögnunarfyrirtækin hafa hins vegar ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hvernig fara eigi með samningana eftir dóm Hæstaréttar. Það sem hins vegar gæti flækt málið enn frekar er að mörg þessara fyrirtækja eru nú gjaldþrota. Í samtali við fréttastofu segist Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, hafa fundað um málið áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Málið sé nú í vandlegri skoðun. Dómurinn hafi hins vegar margbrotnar og flóknar afleiðingar fyrir fjölmarga aðila. Það muni taka nokkrar vikur að fara yfir málið og reyna að finna á því lausn. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Milljarða virðisaukaskattgreiðslur eru nú til skoðunar eftir dóm Hæstaréttar í máli Kraftvélaleigunnar. Ríkisskattstjóri segir málið flókið og dóm Hæstaréttar eiga eftir að hafa margbrotnar afleiðingar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli kraftvélaleigunnar að svokallaðir fjármögnunarleigusamningar Íslandsbanka væru í raun lánssamningar. Það er, sú fjármögnunarleið sem álitin var leiga reyndist í raun, í skilningi réttarins, vera lán. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það verið álitamál hvort rétt hafi verið staðið að sköttun þessara samninga innan einhverra fjármögnunarfyrirtækja, vegna þess að fjármögnunarleigan var virðisaukaskattskyld. Til dæmis ef vörubílstjóri fékk eina milljón króna með fjármögnunarleigusamningi við Íslandsbanka innheimti bankinn um það bil tvö hundruð og fimmtíu þúsund í virðisaukaskatt sem bankinn greiddi svo ríkinu. Og flest fyrirtæki sóttu svo um endurgreiðslu á skattinum frá ríkinu. Nú er hins vegar spurning hvernig tekið verður á þessu því niðurstaða Hæstaréttar leiddi í ljós að fjármögnunarleigan sem var virðisaukaskattskyld var í raun ekki fjármögnunarleiga. Óvíst er hvort að skattgreiðsluferlinu verði snúið við og skatturinn endurgreiddur eða hvort gripið verði til einhverra annarra ráða. Skattgreiðslurnar hlaupa á milljörðum króna en alls voru fjórtán þúsund erlendir fjármögnunarleigusamningar gerðir. Fjármögnunarfyrirtækin hafa hins vegar ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hvernig fara eigi með samningana eftir dóm Hæstaréttar. Það sem hins vegar gæti flækt málið enn frekar er að mörg þessara fyrirtækja eru nú gjaldþrota. Í samtali við fréttastofu segist Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, hafa fundað um málið áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Málið sé nú í vandlegri skoðun. Dómurinn hafi hins vegar margbrotnar og flóknar afleiðingar fyrir fjölmarga aðila. Það muni taka nokkrar vikur að fara yfir málið og reyna að finna á því lausn.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira