Handbolti

Íslendingaliðið Hannover tapaði gegn Lemgo

Vignir skilaði þrem boltum í netið í dag.
Vignir skilaði þrem boltum í netið í dag.
Lemgo vann þriggja marka sigur, 37-34, á Íslendingaliðinu Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir Hannover í leiknum. Vignir Svavarsson þrjú en Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað.

Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar en Hannover því þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×