Kristján: Tekur tíma að púsla þessu saman Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. september 2011 22:54 Kristján Arason, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm Kristján Arason, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og vítakeppni. „Þetta er fyrsti meistari meistaranna sem FH vinnur. Að vinna hann eftir svona tvíframlengdan leik og vítakeppni er mjög sætt. Þetta var mjög jafn leikur. Við byrjuðum miklu betur en þeir komust inn í leikinn með þolinmæði og góðu línuspili en síðan þegar við áttum tækifæri að klára leikinn þremur fleiri þá varði Ingvar mjög vel frá okkur. Eftir það var þetta eitt og eitt mark. Það lið sem kláraði vítakeppnina myndi vinna,“ sagði Kristján en FH bjó að reynslu úr vítakeppni í undankeppni Meistaradeildarinnar í Ísrael. „Vítakeppnin í Ísrael hjálpaði til, það er ekki spurning. Það var mikil reynsla. Þá vorum við á útivelli með brjálað höll á móti okkur. Það var mjög skrítið að sjá Sturla klikka í lokin, hann er mjög örugg vítaskyttu en svona getur gerst,“ sagði Kristján sem segir sitt lið eiga nokkuð í land. „Við erum ekki nógu vel samspilaðir. Við erum með nýja leikmenn í stöðunum fyrir utan og ég held að það taki sinn tíma að púsla þessu saman til að láta ekki eins einfalt atriði og klippa út loka á sig. Þetta tekur tíma. Ég er meira svekktur með vörnina en þeir eru með mjög gott línuspil sem er erfitt að stoppa.“ „Valsmenn eru með sterkt lið og mér sýnist á undirbúningstímabilinu þá verði þetta jafnara en í fyrra. Ég held að það verði sex lið í baráttunni um fyrstu fjögur sætin. Mér sýnist Afturelding og Grótta ekki vinna leiki á undirbúningstímabilinu en það er mitt mat þó þetta eigi eftir að koma ljós,“ sagði Kristján. „Ég er ánægður með hvað leikmenn héldu lengi út í 80 mínútur plús tafir. Þetta var fín þrekæfing í leiðinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Kristján Arason, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og vítakeppni. „Þetta er fyrsti meistari meistaranna sem FH vinnur. Að vinna hann eftir svona tvíframlengdan leik og vítakeppni er mjög sætt. Þetta var mjög jafn leikur. Við byrjuðum miklu betur en þeir komust inn í leikinn með þolinmæði og góðu línuspili en síðan þegar við áttum tækifæri að klára leikinn þremur fleiri þá varði Ingvar mjög vel frá okkur. Eftir það var þetta eitt og eitt mark. Það lið sem kláraði vítakeppnina myndi vinna,“ sagði Kristján en FH bjó að reynslu úr vítakeppni í undankeppni Meistaradeildarinnar í Ísrael. „Vítakeppnin í Ísrael hjálpaði til, það er ekki spurning. Það var mikil reynsla. Þá vorum við á útivelli með brjálað höll á móti okkur. Það var mjög skrítið að sjá Sturla klikka í lokin, hann er mjög örugg vítaskyttu en svona getur gerst,“ sagði Kristján sem segir sitt lið eiga nokkuð í land. „Við erum ekki nógu vel samspilaðir. Við erum með nýja leikmenn í stöðunum fyrir utan og ég held að það taki sinn tíma að púsla þessu saman til að láta ekki eins einfalt atriði og klippa út loka á sig. Þetta tekur tíma. Ég er meira svekktur með vörnina en þeir eru með mjög gott línuspil sem er erfitt að stoppa.“ „Valsmenn eru með sterkt lið og mér sýnist á undirbúningstímabilinu þá verði þetta jafnara en í fyrra. Ég held að það verði sex lið í baráttunni um fyrstu fjögur sætin. Mér sýnist Afturelding og Grótta ekki vinna leiki á undirbúningstímabilinu en það er mitt mat þó þetta eigi eftir að koma ljós,“ sagði Kristján. „Ég er ánægður með hvað leikmenn héldu lengi út í 80 mínútur plús tafir. Þetta var fín þrekæfing í leiðinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira