Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi 26. september 2011 15:51 Red Bull menn fagna árangrinum á brautinni í Singapúr í gær. AP MYND: TERENCE TAN Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira