Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi 5. september 2011 13:14 Tap flokks Angelu Merkel er meðal annars ástæðan fyrir því að hlutabréfin tóku dýfu. Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur