Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi 5. september 2011 13:14 Tap flokks Angelu Merkel er meðal annars ástæðan fyrir því að hlutabréfin tóku dýfu. Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira
Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira