Viðskipti innlent

Kristinn Zimsen fékk engin lán hjá MP banka

FME hefur sektað EA eignarhaldsfélag vegna lána gamla MP banka til fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila. Sektin tengist á engan hátt nýjum eigendum MP banka.
FME hefur sektað EA eignarhaldsfélag vegna lána gamla MP banka til fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila. Sektin tengist á engan hátt nýjum eigendum MP banka.
Kristinn Zimsen, sem sat í stjórn MP banka á árinu 2009, segist engin lán hafa tekið hjá gamla MP banka, en Fjármálaeftirlitið hefur sektað EA eignarhaldsfélag ehf. vegna lánveitinga bankans til fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila á árinu 2009.

Í lok árs 2009 námu lán til fjögurra stjórnarmanna í MP banka og tengdra aðila 126 prósentum af eiginfjárgrunni bankans en máttu lögum samkvæmt nema að hámarki 25 prósentum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Lán til þessara fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila voru því fimmfalt hærri en lög heimiluðu.

Eins og kom fram í fréttum okkar í gær voru þeir Margeir Pétursson, stjórnarformaður, Sigurður Gísli Pálmason, Hallgrímur G. Jónsson, Kristinn Zimsen og Sigfús Ingimundarson í stjórn MP banka í árslok 2009 en í ákvörðun FME var vísað til stöðu útlána í lok þess árs. Í rökstuðningi FME var ekki greint frá því hvaða stjórnarmenn ættu í hlut.

Kristinn Zimsen segist engin lán hafa tekið hjá gamla MP banka, því sé útilokað að sektarákvörðun eftirlitsins nái m.a til lánveitinga til hans. „Ég var kosinn í stjórn MP Banka 27. október 2009 og var ekki upplýstur um athugasemdir og stjórnsýslusekt Fjármálaeftirlitsins fyrr en í maí 2011. Hvorki ég né neinn tengdur mér, félag eða einstaklingar, hafa fengið lán hjá MP Banka. Ég , kona mín eða félag á okkar vegum höfum raunar ekki skuldað neinum fjármuni í yfir 30 ár," segir Kristinn.


Tengdar fréttir

Lánuðu sér meira en lög heimiluðu

Fyrrverandi stjórnarmenn í MP banka lánuðu sjálfum sér og tengdum aðilum fimmfalt meira en lög heimiluðu árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×