Button: Áttum sigurinn skilinn 31. júlí 2011 17:04 Jenson Button var kampakátur með sigur í Ungverjlandi í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira