Erlent

Hljóp um miðborg Oslóar og tók upp myndband eftir sprenginguna

Norski fréttavefurinn NRK birti fyrr í dag myndband sem tekið var upp af norðmanninum Johan Christian Tandberg eftir sprenginguna sem varð í miðborg Oslóar síðastliðinn föstudag.

Í myndbandinu, sem hann tók upp á farsímann sinn, má sjá Johan hlaupa um svæðið og inn í byggingar í leit að fólki og má glöggt sjá á myndunum hversu miklum skaða sprengingin olli.

Myndbandið fylgir fréttinni, en víst er að vara viðkvæmar sálir við myndunum, sem kynnu að vekja óhug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×