Viðskipti innlent

Langtímaatvinnuleysi minnkar, einnig atvinnuleysi ungs fólks

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.581 og fækkar um 412 frá lokum maí og er um 61% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok júní. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fækkar úr 4.725 í lok maí í 4.609 í lok júní.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunnar um stöðuna á vinnumarkaðinum. Þar segir einnig að alls voru 2.032 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok júní en 2.305 í lok maí eða um 16% allra atvinnulausra í júní og fækkar um 273 frá því í lok maí.

Í lok júní í fyrra var fjöldi atvinnulausra ungmenna 2.438. Þeim hefur því fækkað um 20% milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×