Gengi notað til verðhækkana en ekki lækkana: "Forkastanleg vinnubrögð" 12. júlí 2011 15:17 Jóhannes Gunnarsson segir það fyrirtækjum til skammar að lækka ekki verð þegar gengið styrkist. „Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljót að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu. Í ritgerðinni segir orðrétt: „Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr." Jóhannesi blöskrar framferðið og segir í viðtali við Vísi: „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð." Svo virðist sem fyrirtæki nýti sér gengissveiflur til þess að hækka verð á vörum og svo ganga þær sjaldan til baka. „Ég minni á að heimilin í landinu berjast í bökkum og þetta er síst til þess fallið að auðvelda þeim lífið," segir Jóhannes. Spurður hvaða úrræði Neytendasamtökin hafi í aðstæðum sem þessum, svarar Jóhannes því til að samtökin geti í raun fátt að gert. „Við gerðum það á tímabili, þegar gengið var að veikjast og styrkjast, þá fengum við verðbreytingar hjá birgjum og birtum á vefnum til þess að veita verslunum aðhald," segir Jóhannes sem útilokar ekki að samtökin geri það aftur. Hann ítrekar að aðhald neytenda skipti höfuðmáli, og hvetur þá til þess að vera duglegir að láta samtökin vita leiki grunur á að verðlag sé með óeðlilegum hætti. „Krafa okkar er einföld. Ef vöruverð hækkar í samræmi við veikingu krónunnar, á það að lækka á sama hátt þegar hún styrkist," segir Jóhannes og bætir við: „Ef verðið lækkar ekki þá er það fyrirtækjunum til skammar." Tengdar fréttir Gengið notað til verðhækkana en ekki lækkana „Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr.“ 12. júlí 2011 12:55 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljót að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu. Í ritgerðinni segir orðrétt: „Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr." Jóhannesi blöskrar framferðið og segir í viðtali við Vísi: „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð." Svo virðist sem fyrirtæki nýti sér gengissveiflur til þess að hækka verð á vörum og svo ganga þær sjaldan til baka. „Ég minni á að heimilin í landinu berjast í bökkum og þetta er síst til þess fallið að auðvelda þeim lífið," segir Jóhannes. Spurður hvaða úrræði Neytendasamtökin hafi í aðstæðum sem þessum, svarar Jóhannes því til að samtökin geti í raun fátt að gert. „Við gerðum það á tímabili, þegar gengið var að veikjast og styrkjast, þá fengum við verðbreytingar hjá birgjum og birtum á vefnum til þess að veita verslunum aðhald," segir Jóhannes sem útilokar ekki að samtökin geri það aftur. Hann ítrekar að aðhald neytenda skipti höfuðmáli, og hvetur þá til þess að vera duglegir að láta samtökin vita leiki grunur á að verðlag sé með óeðlilegum hætti. „Krafa okkar er einföld. Ef vöruverð hækkar í samræmi við veikingu krónunnar, á það að lækka á sama hátt þegar hún styrkist," segir Jóhannes og bætir við: „Ef verðið lækkar ekki þá er það fyrirtækjunum til skammar."
Tengdar fréttir Gengið notað til verðhækkana en ekki lækkana „Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr.“ 12. júlí 2011 12:55 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Gengið notað til verðhækkana en ekki lækkana „Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr.“ 12. júlí 2011 12:55