Samkeppniseftirlitið sektar gamla Landsbankann um 40 milljónir 5. júlí 2011 10:31 Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun