Sport

Strákarnir æfðu á keppnisvellinum síðdegis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Arnór Smárason ásamt félögum sínum í U-21 landsliðinu í dag.
Arnór Smárason ásamt félögum sínum í U-21 landsliðinu í dag. Mynd/Anton
Íslenska U-21 liðið æfði nú síðdegis á keppnisvellinum í Álaborg, þar sem liðið mun mæta Sviss á Evrópumeistaramótinu á morgun.

Strákarnir fengu frí frá æfingu í morgun en eyddu þess í staðanum í að skipuleggja leik sinn og greina leik andstæðingsins. Liðið fékk svo klukkutíma til að æfa á Aalborg Stadion í dag.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á æfingunni og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×