Kovalainen telur mótið í Kanda einn af hápunktum keppnistímabilsins 7. júní 2011 17:07 Heikki Kovalainen á mótssvæðinu í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli. Formúla Íþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira