Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur 21. maí 2011 21:11 Fremstu menn á morgun, Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton. Webber náði besta tíma í dag í tímatökum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira