Axcel með einn mesta hagnað í sögu Danmerkur 12. maí 2011 10:29 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46
Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09