Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Friðrik Indriðason skrifar 25. september 2010 16:46 Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. Eins og fram hefur komið í fréttum gætu Seðlabankinn og skilanefndin fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það er orðað. Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel III sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku. Axcel III er áhættufjárfestingarsjóður og sem slíkur keypti hann 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum. Sú fjárhæð virðist ætla að skila milljörðum danskra kr. í vasa eigenda sjóðsins. Greining Nordea bankans telur að markaðsvirði Pandóru sé ekki undir 25 milljarðar danskra kr. og að 4% hlutur bankans í Axcel III muni skila 1,4 milljarða danskra kr. hagnaði í hirslur Nordea. Miðað við fréttir í dönskum fjölmiðlum í vikunni virðist þetta mat Nordea síður en svo vera út í hött. Alþjóðlegir fjárfestar bókstaflega slást um að fá að skrá sig fyrir hlutum í Pandóru áður en félagið verður formlega skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þannig eru nær 9 milljarðar danskra kr. þegar komnir í hús í fyrirframkaupum á hlutum í Pandóru. Það lítur því út fyrir að allt „fari á besta veg" fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings hvað varðar hlutdeild þeirra í Axcel III sjóðnum í náinni framtíð. En þetta er ekki allt dans á rósum því greining Danske Bank varar fjárfesta við því að verðið sem fjárfestar eru að greiða í dag (175-225 dkr. á hlut) sé alltof hátt. Hætta sé á að verðið hrapi niður í 40 dkr. á hlut í náinni framtíð. Pandora var stofnað árið 1982 af dönskum manni, Per Enevoldsen, sem búsettur er í Taílandi. Raunar er hann enn forstjóri fyrirtækisins en hann seldi Axcel III 60% hlut í Pandóru árið 2008 fyrir 2 milljarða danskra króna. Framleiðslan á skartgripum Pandóru fer alfarið fram í Taílandi og er fyrirtækið með 3.000 starfsmenn í vinnu þar í landi. Áætlanir gera ráð fyrir að sá starfsmannafjöldi tvöfaldist á næstu árum. Vöxtur Pandóru hefur verið ævintýralegur en veltan hefur tvöfaldast milli síðustu tveggja ára og hagnaðurinn aukist um 40%. Þetta er einkum að þakka gríðarlegri sölu á svokölluðum heilla-armböndum sem eiga að veita kaupandanum hamingju og heppni í lífinu. Peter Falk Sörensen greinandi hjá Danske Bank viðurkennir að hagnaðurinn af rekstri Pandoru sé áhrifamikill í augnablikinu. Sörensen segir hinsvegar í nýlegu áliti greiningar Danske Bank að þessi árangur geti ekki haldið áfram. Að Pandora vaxi um 100% árlega áfram þýði að innan fárra ára verði efnahagsreikningur fyrirtækisins orðinn stærri en hjá Microsoft. Og til lengri tíma litið stærri en efnahagsreikningur heimsins á heildina litið. Sörensen bendir á að heilla-armböndin séu tískufyrirbæri og því ekki skynsamlegt að byggja framtíðaráætlanir fyrirtækisins á áframhaldandi mikilli sölu þeirra. Hann bendir á að hagnaður Pandóru sé nú 40 aurar á hverja krónu sem velt er meðan að þessi hagnaður hjá best reknu fyrirtækjum Danmerkur liggi á bilinu 15 til 30 aurar á hverja krónu. Þar er hann að tala um fyrirtæki á borð við Novo, Vestas, Novozymes, Carlsberg, Chr. Hansen, William Demant og Lego. Rekstur allra þessara fyrirtækja byggist á sterkum einkaleyfum eða vörum sem erfitt er að framleiða ódýrar eftirlíkingar af. Því sé erfitt að sjá að Pandóra geti haldið þessu hagnaðarhlutfalli. Hvað sem líður skoðunum Sörensen er það staðreynd að margir vilja kaupa hluti í Pandóru. Ef áhuginn heldur áfram munu seljendur FIH bankans njóta góðs af í gegnum samningsákvæðið um ágóðahlut úr Axcel III sjóðnum. Heimildir: Berlingske Tidende, Börsen, Dansk Aktie Analyse o .fl.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira