Endurskipulag bætti gengi Mercedes 26. apríl 2011 15:14 Nico Rosberg í fyrsta hring í Kína við hlið Sebastian Vettel, en Rosberg var fjórði á ráslínu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira