Viðskipti innlent

JP Morgan og BoA fá sér íslenska kennitölu

Tveir af stærstu bönkum Bandaríkjanna, JP Morgan og Bank of America (BoA) hafa sótt um og fengið íslenska kennitölu hjá Fyrirtækjaskrá. Einn stærsti banki Ástralíu, Commonwealth Bank of Australia, hefur gert hið sama.

Þetta kemur fram á lista yfir 20 nýjustu lögaðilana í fyrirtækjaskránni sem sjá má á vefsíðu Ríkisskattstjóra. Þessir bankar hafa hinsvegar ekki stofnað félög á grunni kennitölunnar.

Skúli Jónsson hjá Fyrirtækjaskrá segir að væntanlega séu bankar þessir að útvega sér íslenska kennitölu til að geta stundað einhver bankaviðskipti hér á landi. Bankar þessir séu á svokallaðri utangarðsskrá, það er hafa enga starfssemi á Íslandi en geta stundað viðskipti á grundvelli kennitölunnar. Fjöldi erlendra fjármálafyrirtækja er á þessari skrá með þessum hætti.

Það kemur raunar fram í skráningunni sjálfri að þessir þrír bankar ætla sér að stunda bankaviðskipti á Íslandi, það er bankaviðskipti með takmarkaðri ábyrgð eins og það er orðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×