Körfubolti

Ágúst Björgvinsson hættur með Hamarsliðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, fyrrum þjálfari Hamars.
Ágúst Björgvinsson, fyrrum þjálfari Hamars.

Ágúst Björgvinsson verður ekki áfram í Hveragerði en hann hefur þjálfað meistaraflokka karla og kvenna hjá Hamar undanfarin tvö tímabil og var þar á undan með karlalið Hamars í tæp tvö tímabil.

Hamar féll úr Iceland Express deild karla í vetur eftir að hafa byrjað tímabilið mjög vel og verið í efri hluta deildarinnar fyrir áramót.

Stelpurnar unnu sinn fyrsta titil frá upphafi þegar þær urðu deildarmeistarar en þær féllu síðan út úr undanúrslitum í úrslitakeppninni eftir oddaleik á móti Njarðvík. Árið áður hafði Hamar farið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti KR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.