Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins 19. apríl 2011 13:09 Jenson Button náði forystu í mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn, en liðsfélagi han Lewis Hanilton kom fyrstur í endmark. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun. Athygli vakti að Mark Webber hjá Red Bull varð átjándi í tímatökum, en komst samt í þriðja sæti á góðum akstri og á góðri keppnisáætlun liðsins. Sebstian Vettel á Red Bull var fremstur á ráslínu, en missti báða McLaren ökumennina, Lewis Hamilton og Jenson Button framúr sér í upphafi. Vettel náði engu að síður í annað sætið á eftir Hamilton, sem vann sinn fyrsta sigur á árinu. Vettel var kominn í vandræði á slitnum dekkjum á lokasprettinum, en hann var látinn taka tvö þjónustuhlé, Hamilton og Button tóku þrjú þjónustuhlé, eins og Webber. McLaren lagði upp með áætlun upp á tvö hlé, en breytti í þrjú hlé á meðan keppni stóð. Í frétt á autosport.com er Martin Whitmarsh hjá McLaren var spurður að því hvort verði miklvægara, vel útfærðar keppnisáætlanir eða framþróun bílanna. Hann svaraði eftirfarandi: "Hvorugtveggja. Það sem er búið að þróa núna og það verður að hrósa Pirelli, að blanda Pirelli dekkja, stillanlegs afturvængs bílanna og KERS kerfisins þýðir að tvö mót sem gegnum tíðina hafa ekki verið spennandi, þegar ekki rignir hafa verið háspennumót. Ég vona og tel að við séum í góðum málum með Formúlu 1", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að ekkert megi útaf bera varðandi keppnisáætlanir og að dekkin reyni á liðin, tæknimenn og ökumenn, en Pirelli útvegar öllum liðum dekk sem slitna hraðar en þekktist í fyrra. Það var með vilja gert til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Christian Horner hjá Red Bull var spurður að því hve flóknar keppniáætlanir væru í dag. "Keppnisáætlanir verða lykilaðtriði og við vissum það fyrir tímabilið. Ég tel að við höfum verið mjög góðir varðandi þetta atriði. Við hefðum verið hetjur í Kína, ef dekkin hefði dugað, en það gekk ekki upp. En útkoman var engu að síður góð, miðað við stöðu okkar í fyrsta hring", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun. Athygli vakti að Mark Webber hjá Red Bull varð átjándi í tímatökum, en komst samt í þriðja sæti á góðum akstri og á góðri keppnisáætlun liðsins. Sebstian Vettel á Red Bull var fremstur á ráslínu, en missti báða McLaren ökumennina, Lewis Hamilton og Jenson Button framúr sér í upphafi. Vettel náði engu að síður í annað sætið á eftir Hamilton, sem vann sinn fyrsta sigur á árinu. Vettel var kominn í vandræði á slitnum dekkjum á lokasprettinum, en hann var látinn taka tvö þjónustuhlé, Hamilton og Button tóku þrjú þjónustuhlé, eins og Webber. McLaren lagði upp með áætlun upp á tvö hlé, en breytti í þrjú hlé á meðan keppni stóð. Í frétt á autosport.com er Martin Whitmarsh hjá McLaren var spurður að því hvort verði miklvægara, vel útfærðar keppnisáætlanir eða framþróun bílanna. Hann svaraði eftirfarandi: "Hvorugtveggja. Það sem er búið að þróa núna og það verður að hrósa Pirelli, að blanda Pirelli dekkja, stillanlegs afturvængs bílanna og KERS kerfisins þýðir að tvö mót sem gegnum tíðina hafa ekki verið spennandi, þegar ekki rignir hafa verið háspennumót. Ég vona og tel að við séum í góðum málum með Formúlu 1", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að ekkert megi útaf bera varðandi keppnisáætlanir og að dekkin reyni á liðin, tæknimenn og ökumenn, en Pirelli útvegar öllum liðum dekk sem slitna hraðar en þekktist í fyrra. Það var með vilja gert til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Christian Horner hjá Red Bull var spurður að því hve flóknar keppniáætlanir væru í dag. "Keppnisáætlanir verða lykilaðtriði og við vissum það fyrir tímabilið. Ég tel að við höfum verið mjög góðir varðandi þetta atriði. Við hefðum verið hetjur í Kína, ef dekkin hefði dugað, en það gekk ekki upp. En útkoman var engu að síður góð, miðað við stöðu okkar í fyrsta hring", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira