Viðskipti innlent

Skilanefnd segir millifærslur úr Landsbankanum ólöglegar

Andri Ólafsson skrifar
Landsbankinn.
Landsbankinn.
Stjórnarmenn og stjórnendur landsbankans áttu að vita að bankinn var í raun í gjaldþrota, daginn sem Geir Haarde flutti ávarp sitt til þjóðarinnar. Tug milljarða millifærslur út bankanum þann dag voru því ólögmætar. Þetta segir í bréfi sem skilanefnd bankans sendi þáverandi stjórn nýlega.

Eins og áður hefur komið fram voru milljarðar króna millifærðir inn á reikninga Straums-Burðaráss sama dag og bankinn hrundi. Breska blaðið Sunday Telegraph segir að alls hafi 32 milljarðar króna verið millifærðir á Strau og tengd fyrirtæki þennan dag.

Í bréfi sem blaðið hefur undir höndum, skrifað af skilanefnd bankans og sent á þáverandi stjórn Landsbankans segir:

„Stjórnarmeðlimir í bankanum og stjórnendur hefðu átt að gera sér grein fyrir því að þann 6. október var bankinn gjaldþrota. Það er niðurstaða okkar að fyrrgreindar millifærslur hafi verið til þess að skerða eignasafn bankans og raskað jafnrétti lánadrottna og þess vegna hafi þær verið ólöglegar".

Í bréfinu er greint frá því hvernig 47 milljóna sterlingspunda lán til Straums hafi verið veitt eftir að Landsbankinn hrundi þann 6. október 2008. Þótt lánsvilyrði hafi verið fyrir hendi í meira en 18 mánuði áður en bankinn féll hafi það ekki verið fyrr en nokkrum mínútum áður en að Geir Haarde hélt sjónvarpsávarp, þar sem hann tilkynnti um efnahagshrunið að ósk um greiðslu hefði borist.

Sunday Telegraph segir að bréfið, með þessum ásökunum, hafi verið sent frá skilanefndinni til stjórnar Landsbankans í febrúar. Stjórnin hafi svarað og neitað ásökununum.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×