Viðskipti innlent

Nýr útibústjóri Landsbankans byrjaði sem sendill

Þorsteinn Þorsteinsson útibússtjóri í Árbæjarútibúi hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í útibúinu í Austurstræti 11. Þorsteinn hóf störf fyrir Landsbankann sem sendill fyrir áratugum síðan.

Í tilkynningu segir að umsækjendur um stöðuna voru 23, þar af 10 starfsmenn Landsbankans og 13 aðrir utan bankans. Tvær konur sóttu um starfið en 21 karl.

Þorsteinn er þaulreyndur bankamaður og hefur starfað í Landsbankanum um áratuga skeið. Hann byrjaði sem sendill í aðalbanka í Austurstrætinu, starfaði í Endurskoðunardeild bankans, var fulltrúi í Múlaútibúi og síðar deildarstjóri í útibúinu að Laugavegi 77. Þorsteinn hefur einnig starfað á Tæknisviði sem þá var kallað og Markaðssviði Landsbankans. Hann hefur verið útibússtjóri í Árbænum í 10 ár.

Þorsteinn mun hefja störf í útibúinu Austurstræti 11 fljótlega.  Staða útibússtjóra í Árbæ verður auglýst laus til umsóknar innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×