Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína 30. mars 2011 11:05 Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira