Vaðlaheiðarvegavinna Mörður Árnason skrifar 31. mars 2011 06:00 Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þingmaður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkurskarð – og grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkisins kemur verði sótt í almannasjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niðurstöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðarinnar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskiptaforsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskiptavinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð samkvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn áratug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemdafærslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þennan hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd ríkisins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar