Ofbeldi í íþróttum Gerða S. Jónsdóttir og Ólafur Gíslason skrifar 31. mars 2011 06:15 Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun