Ofbeldi í íþróttum Gerða S. Jónsdóttir og Ólafur Gíslason skrifar 31. mars 2011 06:15 Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar