Ofbeldi í íþróttum Gerða S. Jónsdóttir og Ólafur Gíslason skrifar 31. mars 2011 06:15 Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum aukist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnisíþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bónusar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í fréttum tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leikmenn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamannabekkjum í innanhússknattspyrnuleik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppinaut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæðingana sundur og saman á fólskulegan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldrar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík framkoma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strangari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísanir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brotavilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun