Kveðjum NATO Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Á árinu sem nú er gengið í garð munu 266 milljónir renna úr vösum íslenskra skattgreiðenda til hernaðarsambandsins NATO. Um leið verður heilbrigðis- og menntakerfið fyrir harkalegri niðurskurði en nokkru sinni fyrr. Þegar hernaðarsinnar verja aðild Íslands að NATO vísa þeir jafnan til þess hve landið er afskekkt og óvarið og benda á mikilvægi vestrænnar samvinnu. Slík rök hrökkva þó skammt. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvaða hernaðarógnir steðja að Íslandi. Í öðru lagi raskar NATO-aðildin hlutleysi landsins og gerir Ísland að skotmarki fyrir óvini hernaðarsambandsins. Í þriðja lagi er vart hægt að hugsa sér verri félagsskap en stríðsherra Atlantshafsbandalagsins. Raunar er NATO ein ljótasta birtingarmynd vestrænnar samvinnu. Bandaríkin, herskáasta stríðsveldi nútímans, fara með herstjórn í bandalaginu og sjá því að mestu leyti fyrir hernaðarmætti og fjármagni. Á seinni tímum virðist NATO hafa breyst í verkfæri bandarískra stríðsmangara, eins konar vopnabúr til að leita í þegar heimsvaldahagsmunir krefjast. Aðeins er liðinn rúmur áratugur frá hinum ólöglegu loftárásum í Júgóslavíu þar sem hersveitir NATO sprengdu á fjórða hundrað opinberra bygginga í loft upp, þar á meðal leikskóla og sjúkrahús. Nærtækara dæmi er aðstoð bandalagsins við olíuþyrst hernámsöflin í Afganistan og Írak auk dyggilegs stuðnings þess við Ísraelsher. Síðast en ekki síst hefur hernaðarsambandið ítrekað beitt sér gegn kjarnorkuafvopnun og staðið fyrir gegndarlausu hernaðarbrölti og vígvæðingu á láði og legi. Það að íslensk stjórnvöld skuli ausa milljónum í útlenska fjöldamorðingja á meðan spítalar landsins verða fyrir blóðugum niðurskurði er til háborinnar skammar. Ég hvet ráðamenn til að hafna hernaðarhyggjunni, slíta aðildinni að NATO og stuðla að friðsælli heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á árinu sem nú er gengið í garð munu 266 milljónir renna úr vösum íslenskra skattgreiðenda til hernaðarsambandsins NATO. Um leið verður heilbrigðis- og menntakerfið fyrir harkalegri niðurskurði en nokkru sinni fyrr. Þegar hernaðarsinnar verja aðild Íslands að NATO vísa þeir jafnan til þess hve landið er afskekkt og óvarið og benda á mikilvægi vestrænnar samvinnu. Slík rök hrökkva þó skammt. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvaða hernaðarógnir steðja að Íslandi. Í öðru lagi raskar NATO-aðildin hlutleysi landsins og gerir Ísland að skotmarki fyrir óvini hernaðarsambandsins. Í þriðja lagi er vart hægt að hugsa sér verri félagsskap en stríðsherra Atlantshafsbandalagsins. Raunar er NATO ein ljótasta birtingarmynd vestrænnar samvinnu. Bandaríkin, herskáasta stríðsveldi nútímans, fara með herstjórn í bandalaginu og sjá því að mestu leyti fyrir hernaðarmætti og fjármagni. Á seinni tímum virðist NATO hafa breyst í verkfæri bandarískra stríðsmangara, eins konar vopnabúr til að leita í þegar heimsvaldahagsmunir krefjast. Aðeins er liðinn rúmur áratugur frá hinum ólöglegu loftárásum í Júgóslavíu þar sem hersveitir NATO sprengdu á fjórða hundrað opinberra bygginga í loft upp, þar á meðal leikskóla og sjúkrahús. Nærtækara dæmi er aðstoð bandalagsins við olíuþyrst hernámsöflin í Afganistan og Írak auk dyggilegs stuðnings þess við Ísraelsher. Síðast en ekki síst hefur hernaðarsambandið ítrekað beitt sér gegn kjarnorkuafvopnun og staðið fyrir gegndarlausu hernaðarbrölti og vígvæðingu á láði og legi. Það að íslensk stjórnvöld skuli ausa milljónum í útlenska fjöldamorðingja á meðan spítalar landsins verða fyrir blóðugum niðurskurði er til háborinnar skammar. Ég hvet ráðamenn til að hafna hernaðarhyggjunni, slíta aðildinni að NATO og stuðla að friðsælli heimi.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar