Kveðjum NATO Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Á árinu sem nú er gengið í garð munu 266 milljónir renna úr vösum íslenskra skattgreiðenda til hernaðarsambandsins NATO. Um leið verður heilbrigðis- og menntakerfið fyrir harkalegri niðurskurði en nokkru sinni fyrr. Þegar hernaðarsinnar verja aðild Íslands að NATO vísa þeir jafnan til þess hve landið er afskekkt og óvarið og benda á mikilvægi vestrænnar samvinnu. Slík rök hrökkva þó skammt. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvaða hernaðarógnir steðja að Íslandi. Í öðru lagi raskar NATO-aðildin hlutleysi landsins og gerir Ísland að skotmarki fyrir óvini hernaðarsambandsins. Í þriðja lagi er vart hægt að hugsa sér verri félagsskap en stríðsherra Atlantshafsbandalagsins. Raunar er NATO ein ljótasta birtingarmynd vestrænnar samvinnu. Bandaríkin, herskáasta stríðsveldi nútímans, fara með herstjórn í bandalaginu og sjá því að mestu leyti fyrir hernaðarmætti og fjármagni. Á seinni tímum virðist NATO hafa breyst í verkfæri bandarískra stríðsmangara, eins konar vopnabúr til að leita í þegar heimsvaldahagsmunir krefjast. Aðeins er liðinn rúmur áratugur frá hinum ólöglegu loftárásum í Júgóslavíu þar sem hersveitir NATO sprengdu á fjórða hundrað opinberra bygginga í loft upp, þar á meðal leikskóla og sjúkrahús. Nærtækara dæmi er aðstoð bandalagsins við olíuþyrst hernámsöflin í Afganistan og Írak auk dyggilegs stuðnings þess við Ísraelsher. Síðast en ekki síst hefur hernaðarsambandið ítrekað beitt sér gegn kjarnorkuafvopnun og staðið fyrir gegndarlausu hernaðarbrölti og vígvæðingu á láði og legi. Það að íslensk stjórnvöld skuli ausa milljónum í útlenska fjöldamorðingja á meðan spítalar landsins verða fyrir blóðugum niðurskurði er til háborinnar skammar. Ég hvet ráðamenn til að hafna hernaðarhyggjunni, slíta aðildinni að NATO og stuðla að friðsælli heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu sem nú er gengið í garð munu 266 milljónir renna úr vösum íslenskra skattgreiðenda til hernaðarsambandsins NATO. Um leið verður heilbrigðis- og menntakerfið fyrir harkalegri niðurskurði en nokkru sinni fyrr. Þegar hernaðarsinnar verja aðild Íslands að NATO vísa þeir jafnan til þess hve landið er afskekkt og óvarið og benda á mikilvægi vestrænnar samvinnu. Slík rök hrökkva þó skammt. Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvaða hernaðarógnir steðja að Íslandi. Í öðru lagi raskar NATO-aðildin hlutleysi landsins og gerir Ísland að skotmarki fyrir óvini hernaðarsambandsins. Í þriðja lagi er vart hægt að hugsa sér verri félagsskap en stríðsherra Atlantshafsbandalagsins. Raunar er NATO ein ljótasta birtingarmynd vestrænnar samvinnu. Bandaríkin, herskáasta stríðsveldi nútímans, fara með herstjórn í bandalaginu og sjá því að mestu leyti fyrir hernaðarmætti og fjármagni. Á seinni tímum virðist NATO hafa breyst í verkfæri bandarískra stríðsmangara, eins konar vopnabúr til að leita í þegar heimsvaldahagsmunir krefjast. Aðeins er liðinn rúmur áratugur frá hinum ólöglegu loftárásum í Júgóslavíu þar sem hersveitir NATO sprengdu á fjórða hundrað opinberra bygginga í loft upp, þar á meðal leikskóla og sjúkrahús. Nærtækara dæmi er aðstoð bandalagsins við olíuþyrst hernámsöflin í Afganistan og Írak auk dyggilegs stuðnings þess við Ísraelsher. Síðast en ekki síst hefur hernaðarsambandið ítrekað beitt sér gegn kjarnorkuafvopnun og staðið fyrir gegndarlausu hernaðarbrölti og vígvæðingu á láði og legi. Það að íslensk stjórnvöld skuli ausa milljónum í útlenska fjöldamorðingja á meðan spítalar landsins verða fyrir blóðugum niðurskurði er til háborinnar skammar. Ég hvet ráðamenn til að hafna hernaðarhyggjunni, slíta aðildinni að NATO og stuðla að friðsælli heimi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun