Innlent

Braust inn í blómabúð í Vestmannaeyjum - óskað eftir vitnum

Brotist var inn í Blómaskerið við Bárustíg í Vestmannaeyjum þann 16. mars síðastliðinn. Innbrotsþjófurinn braut rúðu í útidyrahurð verslunarinnar og stal um sex þúsund krónum. Lögreglan veit ekki hver var að verki en biður þá, sem gætu hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir, að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.

Í síðustu viku var svo tilkynnt um slys um borð í Hafursey VE-122. Einn af skipverjunum slasaðist á fæti þegar hann varð á milli þvottakars og færibands. Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða.

Einn ökumaður var síðan sviptur ökuréttindum í vikunni sem leið en hann mældist á 109 kílómetra hraða þar sem hann ók bifreið sinni suður Strembugötu.  Hámarkshraði á Strembugötu er 50 kílómetrar á klukkustund.  Þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi á Strandvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×