Skoðun

Ískalt siðleysi

Átta hæstaréttarlögmenn skrifar
Talsmenn laganna um Icesave tala um áhættu af dómstólameðferð og segjast hafa framkvæmt „ískalt mat“ á henni sem segi þeim að styðja lögin. Í þessu virðist felast að einhverjar líkur séu á að við myndum tapa dómsmáli, þar sem um þetta yrði fjallað. Ekki eru neinar umtalsverðar líkur á því. En segjum sem svo að hlutlaus dómstóll myndi dæma okkur í óhag. Þá fælist í þeim dómi að við hefðum brotið rétt á öðrum. Hafi svo verið hljótum við að vilja bæta fyrir það ef við á annað borð viljum telja okkur til siðaðra þjóða.

Hræðsluáróðurinn gegn dómstólunum felur því í sér að vegna hættunnar á að þurfa að standa við lagalegar skyldur eigum við að forðast þá! Það skal endurtekið að afar takmarkaðar líkur eru á að dómsmál tapist.

Þetta er aðeins nefnt til að benda á siðleysið í þessum málflutningi. Allt ber að sama brunni.

Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Sveinn Snorrason hrl

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Sjá meira


×