Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 17:45 Bradford er klár í slaginn. Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu." Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu."
Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira