Börn hefja ekki stríðsátök Stefán Ingi Stefánsson skrifar 24. mars 2011 13:29 Það eru ekki börn sem hefja stríðsátök. Það eru heldur ekki börn sem varpa flugskeytum, stjórna starfi uppreisnarmanna eða stunda kúgun þegna sinna. Hins vegar eru börn ævinlega þau sem eru mest berskjölduð á átakasvæðum. Börnin eru þau fyrstu til að finna fyrir afleiðingum þess þegar daglegt líf fer úr skorðum og innviðir samfélagsins bresta. Börn eru viðkvæmari en fullorðnir ef þau veikjast. Útbreiðsla farsótta kemur iðulega verst niður á þeim yngstu. Börn eru þau fyrstu til að falla þegar næring er af skornum skammti. Þegar upplausn ríkir eru börn auk þess enn útsettari en ella fyrir misnotkun og ofbeldi – sérstaklega ungar stúlkur. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur þungar áhyggjur af lífi og velferð barna í Líbíu nú þegar röskun hefur orðið á öllu daglegu lífi þar í landi. Yfir 300.000 manns hafa flúið yfir landamærin og í hópnum er fjöldi barna. Þeim þarf að hlúa að. Heima við í Líbíu bíða hundruð þúsunda barna þess sem verða vill – hvort sem er í borgum sem andstæðingar líbískra ráðamanna ráða nú yfir, bæjum þar sem nánast allar verslanir eru lokaðar og erfitt er að nálgast vistir, eða stöðum sem gætu verið í grennd við skilgreind skotmörk og orðið fyrir árásum. UNICEF vinnur að því að aðstoða þessi börn. Mikilvægt er að vera til staðar bæði nú og á komandi mánuðum. Alls óvíst er hvað loftárásir munu standa lengi og hvað tekur við í framhaldinu. Verkefnin eru ærin: Barnavernd, menntun barna, sálræn aðstoð eftir það sem á undan er gengið, bólusetningar, aðgangur að heilsugæslu og hreinu vatni – listinn er langur. Á þessari stundu vinnur UNICEF m.a. að því að koma upp barnvænum svæðum í flóttamannabúðum við landamæri Líbíu. Þar geta börn leikið sér og reynt að halda í venjulegt líf í óvenjulegum aðstæðum. Til að geta unnið starf sitt í Líbíu þarf UNICEF á aðstoð að halda. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun sem fræðast má um á www.unicef.is. Stöndum þétt að baki börnum í Líbíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki börn sem hefja stríðsátök. Það eru heldur ekki börn sem varpa flugskeytum, stjórna starfi uppreisnarmanna eða stunda kúgun þegna sinna. Hins vegar eru börn ævinlega þau sem eru mest berskjölduð á átakasvæðum. Börnin eru þau fyrstu til að finna fyrir afleiðingum þess þegar daglegt líf fer úr skorðum og innviðir samfélagsins bresta. Börn eru viðkvæmari en fullorðnir ef þau veikjast. Útbreiðsla farsótta kemur iðulega verst niður á þeim yngstu. Börn eru þau fyrstu til að falla þegar næring er af skornum skammti. Þegar upplausn ríkir eru börn auk þess enn útsettari en ella fyrir misnotkun og ofbeldi – sérstaklega ungar stúlkur. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur þungar áhyggjur af lífi og velferð barna í Líbíu nú þegar röskun hefur orðið á öllu daglegu lífi þar í landi. Yfir 300.000 manns hafa flúið yfir landamærin og í hópnum er fjöldi barna. Þeim þarf að hlúa að. Heima við í Líbíu bíða hundruð þúsunda barna þess sem verða vill – hvort sem er í borgum sem andstæðingar líbískra ráðamanna ráða nú yfir, bæjum þar sem nánast allar verslanir eru lokaðar og erfitt er að nálgast vistir, eða stöðum sem gætu verið í grennd við skilgreind skotmörk og orðið fyrir árásum. UNICEF vinnur að því að aðstoða þessi börn. Mikilvægt er að vera til staðar bæði nú og á komandi mánuðum. Alls óvíst er hvað loftárásir munu standa lengi og hvað tekur við í framhaldinu. Verkefnin eru ærin: Barnavernd, menntun barna, sálræn aðstoð eftir það sem á undan er gengið, bólusetningar, aðgangur að heilsugæslu og hreinu vatni – listinn er langur. Á þessari stundu vinnur UNICEF m.a. að því að koma upp barnvænum svæðum í flóttamannabúðum við landamæri Líbíu. Þar geta börn leikið sér og reynt að halda í venjulegt líf í óvenjulegum aðstæðum. Til að geta unnið starf sitt í Líbíu þarf UNICEF á aðstoð að halda. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun sem fræðast má um á www.unicef.is. Stöndum þétt að baki börnum í Líbíu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar