Ágengar lífverur í sjó Róbert A. Stefánsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Rannveig Magnúsdóttir skrifa 26. mars 2011 00:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffræðingur Framandi lífverur eru þær sem finnast utan náttúrulegra heimkynna vegna viljandi eða óviljandi flutnings af mannavöldum. Lítill hluti framandi lífvera verður ágengur og veldur skaða fyrir aðrar tegundir eða spillir hagsmunum mannsins. Flutningur framandi lífvera milli hafsvæða er mikið áhyggjuefni á heimsvísu því víða hefur orðið tjón á lífríki sjávar vegna ágengra tegunda. Skaðinn hefur verið frá því að vera smávægilegur upp í að kollvarpa heilum vistkerfum. Framandi lífverur hafa líka valdið skemmdum á skipum, veiðarfærum, vatnsleiðslum og eldi fisks og skeldýra. Á lista yfir óæskilegustu lífverurnar sem staðfest hefur verið að flytjist milli landa á þennan hátt eru m.a. skeldýr, krabbadýr, þörungar og bakteríur sem hafa valdið skaða á lífríki í Vestur-Evrópu. Með hækkandi hitastigi sjávar hafa víða skapast skilyrði fyrir framandi tegundir til að koma undir sig fótunum í umhverfi sem þær hefðu annars ekki getað þrifist í. Á Íslandi hefur fremur lítið verið fjallað um framandi ágengar lífverur í sjó, þrátt fyrir að veruleg efnahagsleg verðmæti felist í lífríki hafsins. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands og e.t.v. fyrir tilviljun höfum við fram til þessa sloppið vel við skaða af völdum ágengra tegunda í sjó en auknir sjóflutningar milli landa á undanförnum árum og áratugum, auk yfirvofandi loftslagsbreytinga, gætu breytt því. Helstu flutningsleiðir Framandi tegundir eru einkum taldar berast á milli hafsvæða eftir þremur leiðum: Kjölfestuvatni skipa, sem ásætur á skipsskrokkum og með tilflutningi sjávareldisdýra. Af þessum flutningsleiðum er kjölfestuvatnið talið mikilvægast. Kjölfestuvatn er einkum notað til að þyngja og styrkja flutningaskip þegar þau eru með lítinn farm. Vatnið er tekið inn í skipið á einum stað en losað í nágrenni við höfn þar sem vörur eru sóttar, oft í öðrum heimshluta. Metið hefur verið að á hverjum degi geti nokkur þúsund tegundir flust á milli staða á þennan hátt og hafa a.m.k. 500 þeirra myndað lífvænlega stofna við strendur Evrópu. Engar upplýsingar eru til um losun kjölfestuvatns við Íslandsstrendur fram til þessa en það á að breytast með nýrri reglugerð um takmarkanir á losun kjölfestuvatns, sem umhverfisráðherra setti um mitt síðasta ár.Nýjar tegundir við Ísland og áhrif þeirraRannveig Magnúsdóttir líffræðingurTalið er að nokkrar nýjar tegundir við Ísland hafi borist hingað vegna beinna eða óbeinna áhrifa mannsins. Á meðal þeirra eru flundra (ósakoli), sandrækja, grjótkrabbi (klettakrabbi), sandskel, hjartaskel, fitjafló og sagþang. Fremur lítið er enn vitað um möguleg áhrif þessara tegunda á lífríki sjávar við Ísland. Þó er t.d. þekkt að flundra á í samkeppni við laxfiska í ám og étur laxaseiði, sandrækja er öflugur afræningi á skarkolaseiðum og grjótkrabbi er árásargjarn gagnvart öðrum kröbbum. Þekkt er að langur tími getur liðið frá landnámi þar til áhrif framandi tegundar koma fram. Of snemmt er því að draga miklar ályktanir um áhrif þessara tegunda, t.d. hvort þær verði mögulega nytjastofnar framtíðarinnar eða að einhverjar þeirra hafi neikvæð áhrif á íslenskar nytjategundir eða aðrar lífverur. Nauðsynlegt er að efla rannsóknir á þessum framandi lífverum til að hægt verði að fylgjast með og bregðast strax við ef stefnir í óefni.VarnirMjög erfitt er að verjast ágengum lífverum eftir að þær hafa náð fótfestu á nýju svæði og er baráttan enn erfiðari í sjó en á landi. Vistfræðingar hafa áhyggjur af komu ýmissa framandi sjávarlífvera, t.d. þörungaætanna mararhettu og fjörudoppu, en ef þær bærust hingað er talið að þær gætu orðið ágengar og gjörbreytt fjörusamfélögum við Ísland. Mikilvægt er að spá fyrir um mögulegt landnám tegunda byggt á því hvaða tegundir eru í nágrenni helstu viðskiptahafna Íslendinga. Út frá slíkum spám mætti beita markvissum aðferðum til að koma í veg fyrir flutning varasamra tegunda, ekki síst með skipaferðum. Forvarnir eru lang áhrifaríkasta og ódýrasta leiðin til að ná árangri, en áðurnefnd reglugerð um kjölfestuvatn miðar einmitt að því. Þá boða drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd aukna varkárni við innflutning og eru því einnig liður í að verja hafsvæði Íslands fyrir ágengum tegundum. Það er von undirritaðra að þeim áherslubreytingum sem orðið hafa eða eru boðaðar í íslensku regluverki verði fylgt eftir. Einnig er brýnt að almenn vitund um framandi lífverur vaxi og að tilkynnt sé um fund nýrra tegunda til viðeigandi stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffræðingur Framandi lífverur eru þær sem finnast utan náttúrulegra heimkynna vegna viljandi eða óviljandi flutnings af mannavöldum. Lítill hluti framandi lífvera verður ágengur og veldur skaða fyrir aðrar tegundir eða spillir hagsmunum mannsins. Flutningur framandi lífvera milli hafsvæða er mikið áhyggjuefni á heimsvísu því víða hefur orðið tjón á lífríki sjávar vegna ágengra tegunda. Skaðinn hefur verið frá því að vera smávægilegur upp í að kollvarpa heilum vistkerfum. Framandi lífverur hafa líka valdið skemmdum á skipum, veiðarfærum, vatnsleiðslum og eldi fisks og skeldýra. Á lista yfir óæskilegustu lífverurnar sem staðfest hefur verið að flytjist milli landa á þennan hátt eru m.a. skeldýr, krabbadýr, þörungar og bakteríur sem hafa valdið skaða á lífríki í Vestur-Evrópu. Með hækkandi hitastigi sjávar hafa víða skapast skilyrði fyrir framandi tegundir til að koma undir sig fótunum í umhverfi sem þær hefðu annars ekki getað þrifist í. Á Íslandi hefur fremur lítið verið fjallað um framandi ágengar lífverur í sjó, þrátt fyrir að veruleg efnahagsleg verðmæti felist í lífríki hafsins. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands og e.t.v. fyrir tilviljun höfum við fram til þessa sloppið vel við skaða af völdum ágengra tegunda í sjó en auknir sjóflutningar milli landa á undanförnum árum og áratugum, auk yfirvofandi loftslagsbreytinga, gætu breytt því. Helstu flutningsleiðir Framandi tegundir eru einkum taldar berast á milli hafsvæða eftir þremur leiðum: Kjölfestuvatni skipa, sem ásætur á skipsskrokkum og með tilflutningi sjávareldisdýra. Af þessum flutningsleiðum er kjölfestuvatnið talið mikilvægast. Kjölfestuvatn er einkum notað til að þyngja og styrkja flutningaskip þegar þau eru með lítinn farm. Vatnið er tekið inn í skipið á einum stað en losað í nágrenni við höfn þar sem vörur eru sóttar, oft í öðrum heimshluta. Metið hefur verið að á hverjum degi geti nokkur þúsund tegundir flust á milli staða á þennan hátt og hafa a.m.k. 500 þeirra myndað lífvænlega stofna við strendur Evrópu. Engar upplýsingar eru til um losun kjölfestuvatns við Íslandsstrendur fram til þessa en það á að breytast með nýrri reglugerð um takmarkanir á losun kjölfestuvatns, sem umhverfisráðherra setti um mitt síðasta ár.Nýjar tegundir við Ísland og áhrif þeirraRannveig Magnúsdóttir líffræðingurTalið er að nokkrar nýjar tegundir við Ísland hafi borist hingað vegna beinna eða óbeinna áhrifa mannsins. Á meðal þeirra eru flundra (ósakoli), sandrækja, grjótkrabbi (klettakrabbi), sandskel, hjartaskel, fitjafló og sagþang. Fremur lítið er enn vitað um möguleg áhrif þessara tegunda á lífríki sjávar við Ísland. Þó er t.d. þekkt að flundra á í samkeppni við laxfiska í ám og étur laxaseiði, sandrækja er öflugur afræningi á skarkolaseiðum og grjótkrabbi er árásargjarn gagnvart öðrum kröbbum. Þekkt er að langur tími getur liðið frá landnámi þar til áhrif framandi tegundar koma fram. Of snemmt er því að draga miklar ályktanir um áhrif þessara tegunda, t.d. hvort þær verði mögulega nytjastofnar framtíðarinnar eða að einhverjar þeirra hafi neikvæð áhrif á íslenskar nytjategundir eða aðrar lífverur. Nauðsynlegt er að efla rannsóknir á þessum framandi lífverum til að hægt verði að fylgjast með og bregðast strax við ef stefnir í óefni.VarnirMjög erfitt er að verjast ágengum lífverum eftir að þær hafa náð fótfestu á nýju svæði og er baráttan enn erfiðari í sjó en á landi. Vistfræðingar hafa áhyggjur af komu ýmissa framandi sjávarlífvera, t.d. þörungaætanna mararhettu og fjörudoppu, en ef þær bærust hingað er talið að þær gætu orðið ágengar og gjörbreytt fjörusamfélögum við Ísland. Mikilvægt er að spá fyrir um mögulegt landnám tegunda byggt á því hvaða tegundir eru í nágrenni helstu viðskiptahafna Íslendinga. Út frá slíkum spám mætti beita markvissum aðferðum til að koma í veg fyrir flutning varasamra tegunda, ekki síst með skipaferðum. Forvarnir eru lang áhrifaríkasta og ódýrasta leiðin til að ná árangri, en áðurnefnd reglugerð um kjölfestuvatn miðar einmitt að því. Þá boða drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd aukna varkárni við innflutning og eru því einnig liður í að verja hafsvæði Íslands fyrir ágengum tegundum. Það er von undirritaðra að þeim áherslubreytingum sem orðið hafa eða eru boðaðar í íslensku regluverki verði fylgt eftir. Einnig er brýnt að almenn vitund um framandi lífverur vaxi og að tilkynnt sé um fund nýrra tegunda til viðeigandi stofnana.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar