En hvað með Gunnu og Jón, Guðmundur? Viktor J. Vigfússon skrifar 28. mars 2011 10:18 Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun