Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 14:15 Fannar á von á hörkuleik í kvöld en lofar að hann muni hvergi gefa eftir. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira