Afgreiðslutími og öryggi í verslunum Rannveig Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2011 11:46 Síðustu daga hef ég hitt félaga mína í VR sem starfa við afgreiðslustörf í verslunum. Að mínu mati má þar margt betur fara og ber þar hæst opnunartími verslana. VR á að berjast fyrir fjölskylduvænni stefnu. En opnunar tími verslana er ekki fjölskylduvænn, opið alla daga allan ársins hring í mörgum verslunum, langt fram á kvöld og jafnvel allan sólarhringinn. Sem að sjálfsögðu leiðir til hærra vöruverðs. Þurfa Íslendingar að versla sér buxur og skó um miðja nætur? Eða að kaupa í matinn? Ég geri mér fulla grein fyrir að einhverjir launamenn þurfa að versla á þessum tíma, en er þá ekki auðveldara að hafa fáar verslanir opnar og skipta opnunum niður á þær verslanir? Á sunnudögum ætti allt að vera lokað, í mesta lagi að hafa opið einn sunnudag í mánuði. Hér þarf svo sannarlega bæði lagabreytingu og breytingu á hugarfari landans. Höfum við efni á að hafa allar þessar verslanir opnar? Skilar þessi opnunartími hagnaði til eiganda? Hugsið þið einhvern tíma til afgreiðslufólksins þegar þið verslið á kvöldin og um helgar? Eigum við ekki að taka höndum saman og vinna gegn þessum langa opnunartíma?Ungt fólk í afgreiðslustörfum Mér er spurn hvernig staða barnanna okkar er þegar þau ráða sig í vinnu til stórmarkaða. Hvernig er verklagi háttað þegar þau skrifa undir ráðningasamninga, sem ég vona að allir geri samkvæmt lögum. Fá þau að taka ráðningasamninginn með sér heim til að ræða við mömmu og pabba eða hafa samband við stéttarfélagið sitt, VR, til halds og trausts og upplýsinga um réttindi sín? Ég hef grun um að ekki séu allir starfsmenn að skrifa undir ráðningasamninga við ráðningu. Það er til vansa ef unga fólkið okkar sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er ekki upplýst um réttindi sín af atvinnurekanda, þau þora oft ekki að spyrja. Sem móðir vil ég gæta hagsmuna yngstu félagsmannanna; kynna þeim réttindi sín og skyldur. Verið er að stofna ungliðahreyfingu innan VR, þar held ég að ungt fólk ætti að vera við stjórnvölinn, kenna jafnöldrum sínum allt um réttindamál og hvað ráðningasamningurinn á að innihalda. Margt að því unga fólki sem ég hef hitt er ómeðvitað um réttindi sín og þessu þarf að breyta. Um leið og ungt fólk starfar að réttindamálum sínum öðlast það reynslu til að taka við trúnaðarstörfum í VR, framtíðar stjórnendur.Öryggi í vinnustaðnum Mikið af ungu fólki vinnur við afgreiðslu í söluturnum á kvöldin og um helgar oft ungar stúlkur. Ég kom inn í söluturn þar sem ung stúlka var ein við afgreiðslustörf, mikið var að gera þar sem allir voru að versla „laugardagsnammi". Afgreiðslustúlkan komst hvorki í mat eða á salerni þar sem hún var ein. Hvað ef á hana hefði verið ráðist? Ég ræddi við fleiri stúlkur og bar þeim saman um að vera alltaf hræddar þegar þær væru einar á vakt á kvöldin og um helgar. Ég spyr: Er þetta forsvaranlegt? Hvers vegna eru ekki fleiri saman á vaktinni, bæði vegna öryggisins og til að afgreiðslufólkið geti notið matarhlés? Ég vildi ekki vita af mínu barni í þessari aðstöðu, stöðugur ótti í vinnunni. Hefur þú kæra foreldri hugsað um þessa hluti? Öryggi á vinnustöðum er eitt af baráttmálum mínum, þar nýtist sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast á starfsvettvangi mínum með slysamál. Það veldur mér miklum áhyggjum að launamenn eru nú settir í þá stöðu að sjá sjálfir um að tilkynna vinnuslys til tryggingafélags atvinnurekanda. Launamenn eru tryggðir í hópvátryggingu af atvinnurekanda og fá sjaldnast vitneskju um hvar atvinnurekandi hefur tryggt þá. Hvernig skilamálar trygginga þeirra eru. Á þessi mál legg ég þunga áherslu á að séu vel kynnt okkar félagsmönnum. Ég er í framboði til formanns VR, hljóti ég kosningu ætla ég að vinna sérstaklega að málefnum afgreiðslufólks í verslunum, yngstu sem elstu, vinnutíma, öryggismálum og opnunartímum verslana. Ég vil hvetja félagsmenn til að taka þátt með mér í vinnu sem snýr að þeirra málefnum. Kosningu til formanns og stjórnar VR lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 30. mars n.k. Félagsmenn í verslunum, atkvæði greitt mér gefur mér tækifæri til að vinna að ykkar málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég hitt félaga mína í VR sem starfa við afgreiðslustörf í verslunum. Að mínu mati má þar margt betur fara og ber þar hæst opnunartími verslana. VR á að berjast fyrir fjölskylduvænni stefnu. En opnunar tími verslana er ekki fjölskylduvænn, opið alla daga allan ársins hring í mörgum verslunum, langt fram á kvöld og jafnvel allan sólarhringinn. Sem að sjálfsögðu leiðir til hærra vöruverðs. Þurfa Íslendingar að versla sér buxur og skó um miðja nætur? Eða að kaupa í matinn? Ég geri mér fulla grein fyrir að einhverjir launamenn þurfa að versla á þessum tíma, en er þá ekki auðveldara að hafa fáar verslanir opnar og skipta opnunum niður á þær verslanir? Á sunnudögum ætti allt að vera lokað, í mesta lagi að hafa opið einn sunnudag í mánuði. Hér þarf svo sannarlega bæði lagabreytingu og breytingu á hugarfari landans. Höfum við efni á að hafa allar þessar verslanir opnar? Skilar þessi opnunartími hagnaði til eiganda? Hugsið þið einhvern tíma til afgreiðslufólksins þegar þið verslið á kvöldin og um helgar? Eigum við ekki að taka höndum saman og vinna gegn þessum langa opnunartíma?Ungt fólk í afgreiðslustörfum Mér er spurn hvernig staða barnanna okkar er þegar þau ráða sig í vinnu til stórmarkaða. Hvernig er verklagi háttað þegar þau skrifa undir ráðningasamninga, sem ég vona að allir geri samkvæmt lögum. Fá þau að taka ráðningasamninginn með sér heim til að ræða við mömmu og pabba eða hafa samband við stéttarfélagið sitt, VR, til halds og trausts og upplýsinga um réttindi sín? Ég hef grun um að ekki séu allir starfsmenn að skrifa undir ráðningasamninga við ráðningu. Það er til vansa ef unga fólkið okkar sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er ekki upplýst um réttindi sín af atvinnurekanda, þau þora oft ekki að spyrja. Sem móðir vil ég gæta hagsmuna yngstu félagsmannanna; kynna þeim réttindi sín og skyldur. Verið er að stofna ungliðahreyfingu innan VR, þar held ég að ungt fólk ætti að vera við stjórnvölinn, kenna jafnöldrum sínum allt um réttindamál og hvað ráðningasamningurinn á að innihalda. Margt að því unga fólki sem ég hef hitt er ómeðvitað um réttindi sín og þessu þarf að breyta. Um leið og ungt fólk starfar að réttindamálum sínum öðlast það reynslu til að taka við trúnaðarstörfum í VR, framtíðar stjórnendur.Öryggi í vinnustaðnum Mikið af ungu fólki vinnur við afgreiðslu í söluturnum á kvöldin og um helgar oft ungar stúlkur. Ég kom inn í söluturn þar sem ung stúlka var ein við afgreiðslustörf, mikið var að gera þar sem allir voru að versla „laugardagsnammi". Afgreiðslustúlkan komst hvorki í mat eða á salerni þar sem hún var ein. Hvað ef á hana hefði verið ráðist? Ég ræddi við fleiri stúlkur og bar þeim saman um að vera alltaf hræddar þegar þær væru einar á vakt á kvöldin og um helgar. Ég spyr: Er þetta forsvaranlegt? Hvers vegna eru ekki fleiri saman á vaktinni, bæði vegna öryggisins og til að afgreiðslufólkið geti notið matarhlés? Ég vildi ekki vita af mínu barni í þessari aðstöðu, stöðugur ótti í vinnunni. Hefur þú kæra foreldri hugsað um þessa hluti? Öryggi á vinnustöðum er eitt af baráttmálum mínum, þar nýtist sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast á starfsvettvangi mínum með slysamál. Það veldur mér miklum áhyggjum að launamenn eru nú settir í þá stöðu að sjá sjálfir um að tilkynna vinnuslys til tryggingafélags atvinnurekanda. Launamenn eru tryggðir í hópvátryggingu af atvinnurekanda og fá sjaldnast vitneskju um hvar atvinnurekandi hefur tryggt þá. Hvernig skilamálar trygginga þeirra eru. Á þessi mál legg ég þunga áherslu á að séu vel kynnt okkar félagsmönnum. Ég er í framboði til formanns VR, hljóti ég kosningu ætla ég að vinna sérstaklega að málefnum afgreiðslufólks í verslunum, yngstu sem elstu, vinnutíma, öryggismálum og opnunartímum verslana. Ég vil hvetja félagsmenn til að taka þátt með mér í vinnu sem snýr að þeirra málefnum. Kosningu til formanns og stjórnar VR lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 30. mars n.k. Félagsmenn í verslunum, atkvæði greitt mér gefur mér tækifæri til að vinna að ykkar málum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun