Eru fjármálafyrirtækin vísvitandi að hagnast á röngum aðferðum við endurútreikning ólögmætra lána? Gunnlaugur Kristinsson skrifar 30. mars 2011 06:15 Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun