Erum við í sama liði? Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2011 09:21 Í Fréttablaðinu sl. fimmtudag var grein eftir Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistuheimilanna. Þar gerir hann að umtalsefni viðtal við undirritaða sem birtist í sama blaði fyrir skemmstu. Ég verð að viðurkenna að mér urðu viðbrögð forstjórans nokkur vonbrigði, mér fannst þau einkennast af orðhengilshætti og útúrsnúningum. Mér er fullljóst að elli- og hjúkrunarheimilin eiga í vök að verjast vegna endurtekinna krafna velferðarráðuneytisins um niðurskurð. Vonbrigði mín eru að ég hef litið svo á að við værum í sama liði og bæri að snúa bökum saman með tilliti til hagsmuna starfsmanna heimilanna og þeirra sem þar búa. Ítrekað hafa birst greinar og viðtöl við forsvarsmenn öldrunar- og hjúkrunarheimila þ.á m. forstjóra Hrafnistu sem ber sig að vonum illa undan þessum mikla niðurskurði og kröfum sem lagðar eru á herðar stjórnenda heimilisins um sparnað. Um það segir hann m.a.: "Rekstur öldrunarheimila er erfiður um þessar mundir vegna mikils niðurskurðar á framlögum frá hinu opinbera. Á Hrafnistu er svo komið að þrátt fyrir rekstur á þúsundum fermetra húsnæðis, þar sem búa og starfa tæplega tvö þúsund manns, er launakostnaður um 80 prósent rekstrarkostnaðar." Mér sem formanni Sjúkraliðafélags Íslands er fullkunnugt um að starfsmenn Hrafnistu gera allt sem er í þeirra valdi, til að skila verkum sínum með fullri sæmd. Hinsvegar hefur það verið að koma betur og betur í ljós að ekki er hægt að ganga endalaust á þrek og velvilja fólks. Því er það ljóst að á endanum lætur eitthvað undan. Vandamál Hrafnistu eru þau sömu og aðrar heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir og eiga þau af þeim sökum alla mína samúð. Það er hinsvegar algjör þversögn í því að bera sig upp undan slæmu ástandi og því hvernig niðurskurðurinn bitni á stofnuninni og neita í sama orðinu að það hafi eitthvað að segja varðandi mönnunina og gæði þjónustunnar. Samkvæmt upplýsingum af sameiginlegum fundi SLFÍ og Verkalýðsfélagsins Hlífar með starfsmönnum vistheimilisins er ástandið slæmt og ekkert ofsagt í þeim málum. Ljóst er að ástandið á einungis eftir að versna verði ekkert að gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sl. fimmtudag var grein eftir Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistuheimilanna. Þar gerir hann að umtalsefni viðtal við undirritaða sem birtist í sama blaði fyrir skemmstu. Ég verð að viðurkenna að mér urðu viðbrögð forstjórans nokkur vonbrigði, mér fannst þau einkennast af orðhengilshætti og útúrsnúningum. Mér er fullljóst að elli- og hjúkrunarheimilin eiga í vök að verjast vegna endurtekinna krafna velferðarráðuneytisins um niðurskurð. Vonbrigði mín eru að ég hef litið svo á að við værum í sama liði og bæri að snúa bökum saman með tilliti til hagsmuna starfsmanna heimilanna og þeirra sem þar búa. Ítrekað hafa birst greinar og viðtöl við forsvarsmenn öldrunar- og hjúkrunarheimila þ.á m. forstjóra Hrafnistu sem ber sig að vonum illa undan þessum mikla niðurskurði og kröfum sem lagðar eru á herðar stjórnenda heimilisins um sparnað. Um það segir hann m.a.: "Rekstur öldrunarheimila er erfiður um þessar mundir vegna mikils niðurskurðar á framlögum frá hinu opinbera. Á Hrafnistu er svo komið að þrátt fyrir rekstur á þúsundum fermetra húsnæðis, þar sem búa og starfa tæplega tvö þúsund manns, er launakostnaður um 80 prósent rekstrarkostnaðar." Mér sem formanni Sjúkraliðafélags Íslands er fullkunnugt um að starfsmenn Hrafnistu gera allt sem er í þeirra valdi, til að skila verkum sínum með fullri sæmd. Hinsvegar hefur það verið að koma betur og betur í ljós að ekki er hægt að ganga endalaust á þrek og velvilja fólks. Því er það ljóst að á endanum lætur eitthvað undan. Vandamál Hrafnistu eru þau sömu og aðrar heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir og eiga þau af þeim sökum alla mína samúð. Það er hinsvegar algjör þversögn í því að bera sig upp undan slæmu ástandi og því hvernig niðurskurðurinn bitni á stofnuninni og neita í sama orðinu að það hafi eitthvað að segja varðandi mönnunina og gæði þjónustunnar. Samkvæmt upplýsingum af sameiginlegum fundi SLFÍ og Verkalýðsfélagsins Hlífar með starfsmönnum vistheimilisins er ástandið slæmt og ekkert ofsagt í þeim málum. Ljóst er að ástandið á einungis eftir að versna verði ekkert að gert.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar