Skoðun

Hvað voru dómstólar að gera?

Ragnar Halldór Hall skrifar
Fréttaflutningur af óhefðbundnum orðaskiptum embættismanna ákæruvaldsins fyrir skömmu hefur vakið talsverða athygli.

Einkunn sem saksóknari efnahagsbrota gaf settum staðgengli sínum í embætti sætti kærumeðferð sem lauk með því að ríkissaksóknari taldi að ekki hefði verið vegið að staðgenglinum með þeim hætti að ástæða væri til aðgerða af hálfu ákæruvaldsins. Var haft eftir hróðugum „sigurvegara" í deilunni að með því að ljúka málinu með þessum hætti hafi verið sett ofan í við staðgengilinn fyrir að kunna ekki lagareglurnar sem þarna komu til skoðunar.

Þau eru orðin allmörg dómsmálin þar sem sakborningar hafa verið sýknaðir af ákærum saksóknara efnahagsbrota eða ákærum hans hefur verið vísað frá dómi. Úr dómasafni Hæstaréttar má um þetta nefna sem dæmi af handahófi mál nr. 392/2006, nr. 92/2007, nr. 4/2009 og nr. 218/2009. Telur saksóknari efnahagsbrota, sem nú er starfandi sem aðstoðarsaksóknari í landsdómsmálinu gegn Geir Haarde, að með þessum dómum hafi dómstólar sérstaklega verið að setja ofan í við saksóknara fyrir að þekkja ekki lagareglurnar?

 






Skoðun

Sjá meira


×