Fjölmenning hafnar ofbeldi Toshiki Toma skrifar 18. mars 2011 06:00 Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun