Opið bréf til borgarstjóra Agnar Már Jónsson skrifar 19. mars 2011 06:15 Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum,
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun