Button afskrifar ekki þriðja sigurinn í röð í Ástralíu 18. mars 2011 17:05 Lewis Hamilton og Jenson Buttonn á frumsýningu McLaren í vetur. Mynd: Getty Images/Andreas Rentz Bongarts Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira