Líf fyrir konur Reynir Tómas Geirsson skrifar 4. mars 2011 10:16 Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun