Átak gegn ofbeldi Ögmundur Jónasson skrifar 5. mars 2011 06:00 Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar