Átak gegn ofbeldi Ögmundur Jónasson skrifar 5. mars 2011 06:00 Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar