Átak gegn ofbeldi Ögmundur Jónasson skrifar 5. mars 2011 06:00 Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun