Ofurlaun bankastjóra og uppbygging trausts Stefán Einar Stefánsson skrifar 10. mars 2011 05:45 Nýlegar fregnir um rífleg laun bankastjóra Arionbanka hafa valdið ólgu í samfélaginu, og var þó ekki bætandi á það sem fyrir var. Að baki þeirri ólgu eru ýmsar ástæður. Nú eru til að mynda fjölmörg fyrirtæki og þúsundir Íslendinga í gjörgæslu vegna ofurskulda sem í mörgum tilfellum stökkbreyttust í kjölfar áhættuhegðunar fyrri eigenda bankans. Þá er vert að benda á að þrátt fyrir að bankinn sé nú að mestu í eigu erlendra kröfuhafa þá hefur ríkið ennþá aðkomu að innri málefnum bankans í gegnum bankasýslu ríkisins. Enn fremur skýtur það skökku við að nýlega var einstaklingum sem störfuðu við þennan sama banka sagt upp, að sögn vegna hagræðingar, en svo virðist sem að sú hagræðing hafi farið í annað en fólk átti von á. „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Þorgeir ljósvetningagoði mælti fyrir rúmlega þúsund árum svo að ef Íslendingar hefðu tvenn lög og tvo siði, þá yrði úti um friðinn í landinu. Með þessari framgöngu slítur bankinn í sundur friðinn, ekki síst vegna þess að hún gefur í skyn að á Íslandi búi tvær þjóðir, þeirra sem eiga, en eiga þó ekki neitt, og hinna sem þurfa að borga fyrir þá. Almenningur er enn í sárum eftir bankahrunið, og má ekki við frekara salti í þau sár. Er til of mikils mælst að menn haldi aftur af sér í skömmtun ofurlauna á þessum tímum? Almenningur á heimtingu á því að menn fari ekki fram úr sér í þessum efnum. Þó að eðlilegt sé að mikilli ábyrgð fylgi hærri laun, er staðreyndin sú að ofurlaunaþegar hafa sjaldnast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Hafa menn ekki lært það að ofurlaun eru ekki ávísun á ábyrga framgöngu og eðlilega viðskiptahætti? Þetta er í engu tilliti spurning um öfund heldur réttsýni gagnvart samfélagi þar sem margir eiga svo sárlega um sárt að binda. Ef okkur á að takast að byggja upp traust í þessu landi að nýju. Verða allir þeir sem vettlingi geta valdið að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Ábyrg framganga, hvort sem það er á vettvangi fyrirtækja, félagasamtaka eða í fjölmiðlum, skiptir höfuðmáli í þessu sambandi. Nú verður hver og einn að líta inná við og spyrja: hvert getur mitt framlag orðið til endurreisnar íslensks samfélags? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir um rífleg laun bankastjóra Arionbanka hafa valdið ólgu í samfélaginu, og var þó ekki bætandi á það sem fyrir var. Að baki þeirri ólgu eru ýmsar ástæður. Nú eru til að mynda fjölmörg fyrirtæki og þúsundir Íslendinga í gjörgæslu vegna ofurskulda sem í mörgum tilfellum stökkbreyttust í kjölfar áhættuhegðunar fyrri eigenda bankans. Þá er vert að benda á að þrátt fyrir að bankinn sé nú að mestu í eigu erlendra kröfuhafa þá hefur ríkið ennþá aðkomu að innri málefnum bankans í gegnum bankasýslu ríkisins. Enn fremur skýtur það skökku við að nýlega var einstaklingum sem störfuðu við þennan sama banka sagt upp, að sögn vegna hagræðingar, en svo virðist sem að sú hagræðing hafi farið í annað en fólk átti von á. „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Þorgeir ljósvetningagoði mælti fyrir rúmlega þúsund árum svo að ef Íslendingar hefðu tvenn lög og tvo siði, þá yrði úti um friðinn í landinu. Með þessari framgöngu slítur bankinn í sundur friðinn, ekki síst vegna þess að hún gefur í skyn að á Íslandi búi tvær þjóðir, þeirra sem eiga, en eiga þó ekki neitt, og hinna sem þurfa að borga fyrir þá. Almenningur er enn í sárum eftir bankahrunið, og má ekki við frekara salti í þau sár. Er til of mikils mælst að menn haldi aftur af sér í skömmtun ofurlauna á þessum tímum? Almenningur á heimtingu á því að menn fari ekki fram úr sér í þessum efnum. Þó að eðlilegt sé að mikilli ábyrgð fylgi hærri laun, er staðreyndin sú að ofurlaunaþegar hafa sjaldnast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Hafa menn ekki lært það að ofurlaun eru ekki ávísun á ábyrga framgöngu og eðlilega viðskiptahætti? Þetta er í engu tilliti spurning um öfund heldur réttsýni gagnvart samfélagi þar sem margir eiga svo sárlega um sárt að binda. Ef okkur á að takast að byggja upp traust í þessu landi að nýju. Verða allir þeir sem vettlingi geta valdið að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Ábyrg framganga, hvort sem það er á vettvangi fyrirtækja, félagasamtaka eða í fjölmiðlum, skiptir höfuðmáli í þessu sambandi. Nú verður hver og einn að líta inná við og spyrja: hvert getur mitt framlag orðið til endurreisnar íslensks samfélags?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun