Hættuleg þróun Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 22. febrúar 2011 11:57 Ef ekkert stendur í lögum um að dómarar megi ekki þiggja laun frá öðrum en ríkinu má þá greiða þeim fyrir dómsniðurstöðu? Ef ekkert stendur í lögum um að alþingismenn megi ekki þiggja laun fyrir pólitísk störf sín frá öðrum en ríkinu má þá greiða þeim fyrir að vinna að tilteknu þingmáli eða lagasetningu? Ef ekki er tekið fram í skipulagslögum að ekki megi greiða sveitarstjórn fyrir stefnu í aðalskipulagi má þá greiða þeim fyrir ákveðna stefnu varðandi landnotkun? Má þá líka greiða sveitarstjórninni fyrir að skipta um skoðun varðandi landnotkunarstefnu? Siðvitund þjóðar Svari nú hver fyrir sig. Svörin í heildina eru ekki spurning um krónur og aura heldur um siðvitund þjóðarinnar sem ekki verður fest í lög. Það eru nefnlilega til óskrifuð lög og reglur sem eru ekki síður mikilvæg í hverju þjóðfélagi en skrifuðu lögin. Það á meðal annars við um hvernig við umgöngust hvort annað og landið okkar án þess að það sé metið til fjár eða skrifað í lög. Þessi kjarni, óskrifuðu lögin og reglurnar sem eru siðvitund þjóðarinnar, virðist vera á hröðu undanhaldi. Það kemur meðal annars glöggt fram í stórauknu álagi á dómskerfið þar sem skrifuð lög og reglur ráða för. Í dag er allt metið til fjár og það sem ekki kostar peninga, ekki er hægt að kaupa eða selja eða græða á virðist einskis virði og dómstólar úrskurða. Þarf ekki líka að skerpa á siðvitundinni, til dæmis til að koma í veg fyrir að menn ræni banka meðvitað innanfrá og láti þjóðina borga, án þess að um það gildi lög og reglur? Þannig væri hægt að létta verulega á dómskerfinu. Dómur um siðferði Hæstiréttur vitnar í 34. og 35. gr. skipulags- og byggingarlaga í niðustöðu sinni varðandi aðalskipulag Flóahrepps og segir að þar sé ekkert sem leggi beinlíns bann við að sveitarfélög láti aðra en Skipulagsstofnun greiða fyrir aðalskipulag. Þessi lagatúlkun hafði afgerandi áhrif á dómsniðurstöðuna þar sem umhverfisráðherra var gert að staðfesta aðalskipulagið þó að einn stærsti hagsmunaaðilinn hafi borgað fyrir gerð þess. Ég tel að með þessari lagatúlkun sem endurspeglast í dómsniðurstöðunni hafi Hæstiréttur dæmt siðvitund þjóðarinnar og störf stjórnmálamanna á nýtt og lægra plan. Þó er kannski miklu alvarlegra að dómsniðurstaðan er byggð á því sem ekki stendur í lögunum. Ef dómstólar eru farnir að dæma eftir því sem ekki stendur í lögunum sem þeir dæma eftir þá er mikil vá fyrir dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ekkert stendur í lögum um að dómarar megi ekki þiggja laun frá öðrum en ríkinu má þá greiða þeim fyrir dómsniðurstöðu? Ef ekkert stendur í lögum um að alþingismenn megi ekki þiggja laun fyrir pólitísk störf sín frá öðrum en ríkinu má þá greiða þeim fyrir að vinna að tilteknu þingmáli eða lagasetningu? Ef ekki er tekið fram í skipulagslögum að ekki megi greiða sveitarstjórn fyrir stefnu í aðalskipulagi má þá greiða þeim fyrir ákveðna stefnu varðandi landnotkun? Má þá líka greiða sveitarstjórninni fyrir að skipta um skoðun varðandi landnotkunarstefnu? Siðvitund þjóðar Svari nú hver fyrir sig. Svörin í heildina eru ekki spurning um krónur og aura heldur um siðvitund þjóðarinnar sem ekki verður fest í lög. Það eru nefnlilega til óskrifuð lög og reglur sem eru ekki síður mikilvæg í hverju þjóðfélagi en skrifuðu lögin. Það á meðal annars við um hvernig við umgöngust hvort annað og landið okkar án þess að það sé metið til fjár eða skrifað í lög. Þessi kjarni, óskrifuðu lögin og reglurnar sem eru siðvitund þjóðarinnar, virðist vera á hröðu undanhaldi. Það kemur meðal annars glöggt fram í stórauknu álagi á dómskerfið þar sem skrifuð lög og reglur ráða för. Í dag er allt metið til fjár og það sem ekki kostar peninga, ekki er hægt að kaupa eða selja eða græða á virðist einskis virði og dómstólar úrskurða. Þarf ekki líka að skerpa á siðvitundinni, til dæmis til að koma í veg fyrir að menn ræni banka meðvitað innanfrá og láti þjóðina borga, án þess að um það gildi lög og reglur? Þannig væri hægt að létta verulega á dómskerfinu. Dómur um siðferði Hæstiréttur vitnar í 34. og 35. gr. skipulags- og byggingarlaga í niðustöðu sinni varðandi aðalskipulag Flóahrepps og segir að þar sé ekkert sem leggi beinlíns bann við að sveitarfélög láti aðra en Skipulagsstofnun greiða fyrir aðalskipulag. Þessi lagatúlkun hafði afgerandi áhrif á dómsniðurstöðuna þar sem umhverfisráðherra var gert að staðfesta aðalskipulagið þó að einn stærsti hagsmunaaðilinn hafi borgað fyrir gerð þess. Ég tel að með þessari lagatúlkun sem endurspeglast í dómsniðurstöðunni hafi Hæstiréttur dæmt siðvitund þjóðarinnar og störf stjórnmálamanna á nýtt og lægra plan. Þó er kannski miklu alvarlegra að dómsniðurstaðan er byggð á því sem ekki stendur í lögunum. Ef dómstólar eru farnir að dæma eftir því sem ekki stendur í lögunum sem þeir dæma eftir þá er mikil vá fyrir dyrum.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun