
Ristilkrabbamein og forvarnir
Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum.
Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins.
Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju.
Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum:
1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum.
2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd.
3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar.
4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar.
Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins.
Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum.
Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi.
Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi.
Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is.
Höfundur er læknir.
Skoðun

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar