Til hamingju með nýja óvininn Magnús Gottfreðsson skrifar 18. febrúar 2011 09:38 Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar