Heimsendir er í nánd Andri Snær Magnason skrifar 20. febrúar 2011 06:00 Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendir er í nánd, teiknin blasa alls staðar við, ofbeldisleikir, netklám, steratröll og egófíkn á Facebook. Morgunblaðið slátraði Lesbókinni og bjó til vefsjónvarp þar sem Vala Grand sýnir okkur hvernig á að fara í partísleik á meðan annar kannar leyndardóm punghára Ásgeirs Kolbeins. Þetta er það sem fullorðnir auglýsendur vilja kosta og útgerðarmenn tapa peningum á vegna þess að heimsendir er í nánd og ekkert skiptir máli. Yfirborðið er slæmt en það er barnaleikur miðað við það sem leynist undir yfirborðinu. Fyrirsögn birtist um daginn á Mbl.is um Filippseysku hryðjuverkasamtökin MILF. Fréttin fékk strax 5000 ,,like" á Facebook. Einhver gæti furðað sig á áhuganum á þessum samtökum. Annar hver unglingur virðist þekkja þessa skammstöfun í öðru samhengi. 12 ára pjakkur galaði MILF! á eftir vinkonu minni um daginn. Ég ætla ekki að útskýra skammstöfunina. Spurðu ungling. Hann þekkir hugtakið vegna þess að heimsendir er í nánd. Einu sinni þótti spennandi að vera ungur og sjá hitt kynið nakið. Nú eru menn búnir að sjá svo marga kroppa á netinu að loks þegar nakinn líkami birtist verða þeir fyrir vonbrigðum. Fólk nú til dags stundar víst svo mikið kynlíf að skapahárin hafa nuddast af þeim. Við erum alin upp við að heimsendaspárnar rætist ekki. Eldri kynslóðum finnst unga fólkið alltaf stefna beina leið til helvítis. Hernámskynslóðin var í ruglinu. 68 kynslóðin var að fara til fjandans, pönkkynslóðin og diskódræsurnar sömuleiðis, hvað þá technohausarnir. En sannar það að áhyggjurnar voru óþarfar? Heimsendir varð ekki '45, '68, '79 eða '94. Hins vegar er hann yfirvofandi einmitt núna. Samkvæmt nýjustu rannsóknum telja 50% ungra drengja að karlar séu betri leiðtogar en konur. 34% þeirra finnst betra að karlar taki ákvarðanir almennt. Einungis 13% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja finnst að konur geti gegnt hlutverki túarleiðtoga, s.s prests. Tæpum 40% íslenskra drengja finnst að ef karl og kona eru í sambúð eigi karlinn að ráða meiru. 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 neyta kláms einu sinni í viku eða oftar. 20% þeirra eru stórneytendur á klám, þ.e. neyta þess daglega. 36% íslenskra drengja finnst að karlar eigi að fá forgang umfram konur á atvinnumarkaði, ef atvinnuleysi ríkir. Árið 2008 taldi ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir ASÍ eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Tölfræðin sýnir að mannréttindi og jafnrétti eru alls ekki talin sjálfsögð gildi í samfélaginu. Þeir hefðu alveg eins getað sagt að hvítir karlar væru betri en gult fólk, svart fólk. Allir þessir drengir eiga mæður og feður. Eitthvað hefur farið svakalega úrskeiðis, í uppeldi, í skólakerfi, í fjölmiðlum. Það má deila um hvort þetta séu leifar af gömlum viðhorfum eða bein viðbrögð við auknum kvenréttindum. Níðrandi orð eins og bitch, ho, slut og MILF eru að festa rætur en spretta úr klámi sem gerir út á hreint kvenhatur. Á síðum eins og Formspring leggja ungir krakkar höfuð sitt á höggstokkinn og bíða þess að perrinn á klístruðu tölvunni slái inn nafnlausa spurningu: „Ertu hrein? Er mamma þín MILF?" Heimsendir er í nánd. Konudagurinn er í dag og það má alveg velta fyrir sér hvernig stendur á þessu? Hafa foreldrar verið svona slæmar fyrirmyndir? Hafa foreldrar 50% íslenskra drengja einhverra hluta vegna ekki skilað sjálfsögðum hugmyndum um jafnrétti kynjanna til strákanna sinna? Eru þetta leifar af útrásinni? Eða er ástæðan einhverskonar meðvitundarleysi, hlutleysi og óttinn við að vera ekki kúl. Foreldrar reyna hvað þeir geta til að sýnast ekki púkalegir, að vera ekki afturhald. Það er erfitt að andæfa. Sá sem segir eitthvað gæti átt von á því að vera kallaður rasshaus í símaskrá allra landsmanna. Á sama tíma og þessar öfgafullu tölur birtast þykir ekkert jafn hræðilegt og svokallaður ,,öfgafemínisti". En tölfræðin er öfgafull, hvort sem horft er á hlutfall karla í stjórnum fyrirtækja, kynjahlutföll í Hæstarétti, hlutfallið á Alþingi, launamun kynjanna eða fjölda nauðgana. Það er furðulegt að róttækasta aðgerð femínista sé að skrifa pistla og endurtaka 35 ára gamla hugmynd um kvennafrídag. Það telst varla mjög róttækt. Í bloggheimum er Sóley Tómasdóttir holdgerfingur hins illa í íslensku samfélagi, hún þorir að vera leiðinleg opinberlega, en það krefst hugrekkis. Það má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á miklu öfgafyllri femínistum ef almennilegt samfélag á að bíða þeirra sem hér alast upp. Getur verið að fyrri kynslóðir hafi ekki farið til helvítis vegna þess að foreldrum þeirra stóð ekki á sama? Er eitthvað að því þótt yngra fólkið þurfi að rökstyðja viðhorf sín og lífsgildi? Upp úr rökræðunni kemur þá einhver hugsun og samskipti, jafnvel einhver niðurstaða. Einhverjar mömmur þarna úti eru kannski of uppteknar við að raka á sér pjölluna til að halda í við netnotkun eiginmannsins. Einhverjir pabbar þarna úti hafa eytt fullmiklu púðri í að hafa áhyggjur af ,,öfgafullu" jafnrétti í stað þess að huga að því hvernig samfélag bíður barna þeirra. Það er hellingur af klárum og efnilegum krökkum þarna úti. Það er mikilvægt að hafa áhyggjur af þeim.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar